Land&Saga – Skipulag, hönnun og byggingar 2.tbl. 2.árg. 2008

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu

Land og saga hefur nú gefið út fimm blöð er lúta að skipulagi, hönnun og byggingarframkvæmdum. Upphaflega stóð til að tölublöðin yrðu tvö en í ljós kom að kynningarþörfin fyrir þennan
málaflokk var mun meiri en okkur óraði fyrir og þann 8. apríl næst komandi mun 6. tölublaðið líta dagsins ljós. Blöðin hafa fengið afar góðar viðtökur, jafnt á meðal almennings sem fagaðila,
og hefur það hvatt okkur áfram. Fjölmargir hafa komið að máli við undirritaðan og látið í ljós ósk um að efni blaðanna verði gert aðgengilegt á einum stað á Netinu. Til að mæta þeim óskum var samið við vefþjónustufyrirtækið DesignEuropA um hönnun og smíði á vef sem innihalda mun allar kynningar sem birtast í blöðunum og umfangsmikið ítarefni að auki.
Bæjarfélög, hönnuðir, verktakar, fjárfestar og þær stofnanir sem koma að skipulagsmálum geta þannig sent inn efni sem sett verður á vefinn. Með tímanum verður þannig til gagnabanki um skipulagsmál á víðum grunni sem aðgengilegur verður þjóðinni í heild á Netinu. Mjög umfangsmikil dreifing á sinn þátt í góðu gengi blaðanna en þetta tölublað er gefið út í 120 þúsund eintökum og dreift til heimila og fyrirtækja um land allt. Jafn viðamikil dreifing er fátíð á Íslandi og á það sinn þitt í að sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki hafa sóst eftir þátttöku í blaðinu.
Auk blaða um skipulag, hönnun og byggingar þá er Land og saga með í vinnslu blað um íslenska orkugeirann. Blaðið mun koma út í maí næstkomandi en þá verður liðið eitt ár frá því Land og saga gaf út 96 síðna blað í dagblaðabroti um sama efni og nefndist Íslensk orka. Líkt og skipulagsblöðin fékk Íslensk orka afar góðar viðtökur og því höfum við ákveðið að setja einnig allt efni orkublaðanna tveggja á Netið.

Kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur!
F.h. Land og sögu,
Einar Þorsteinsson

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu