Land&Saga – 3.tbl. 3.árg. 2009

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu

Á þessum síðustu og verstu tímum halda margir vafalaust að lítil sem engin hreyfing sé í byggingariðnaði og tengdum geirum. Tóm og ókláruð húsnæði standa víða og virðist lítil von um að breyting verði þar á. Staðreyndin er hins vegar sú að fjöldi fyrirtækja og stofnanna í þessum geira vinna ötullega að því að skapa sér verkefni og vinna gegn þessari þróun. Skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu vinna um þessar mundir skipulagsvinnu sem miðar að því að mæta þeirri uppsveiflu sem að lokum muni koma, með það að augnamiði að þessi iðnaður geti tekið strax við sér af fullum þunga þegar þykkustu óveðurskýin hafa gengið yfir. Víða hafa þjónustuaðilar breytt áherslum í rekstri sínum til að mæta breyttri þjóðfélagsmynd. Í stað íburðamikilla nýbygginga og hönnunar hefur áherslan færst á viðhaldsverkefni og endurnýjun. Önnur fyrirtæki sem bjóða góða þjónustu og vandaðar vörur halda ótrauð áfram þótt á móti blási. Með þessu blaði vonumst við til að varpa ljósi á þá einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sem hafa staðið af sér stærstu áföllin og með því stuðlað uppbyggingu á atvinnulífi Íslands. Einar Þorsteinn Þorsteinsson

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu