Langavatn
Þessi mynd var tekin um síðustu helgi inn í Veiðivötnum, sem er vatnaklasa í Landmannaafrétti sem samanstendur allt að 50 vötnum. Öll hafa vötnin fengið sitt sérnafn en í myndinni er Langavatn. Slýdráttur kallast þessi staður sem myndin er tekinn á og flæðarmálið fremst í vatninu. Vatnaöldur rísa í bakgrunni myndarinnar og eru sérstakar af því leiti, að í þann mund sem fyrstu landnámsmennirnir settust hér að var gosi að ljúka í 10 kílómetra gossprungu, sem síðar fékk nafnið Vatnaöldur. í þessu gosi myndaðist hið svokallaða “landnámslag” sem er tvílitt gjóskulag ættað úr þessu gosi sem varð samtímis í Torfajökulskerfinu. Það virðist reyndar alloft hafa átt sér stað þ.e. að stórgosi á Veiðivatnasvæðinu fylgi umbrot í Torfajökulskerfinu. Öskufall varð töluvert um allt land nema á Vestfjörðum og hefur áreiðanlega víða valdið skemmdum á grónu landi.
Ástæða þess að gjóskufall varð mjög mikið en hraunrennsli fremur lítið í gosinu er sú að í jarðlögum á þessu svæði hefur verið og er enn mikið grunnvatn, en kvikan tættist viðað komast í snertingu við vatnið.
Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær þetta gos hófst en það hefur verið mjög nálægt árinu 870. Það gæti hafa verið fyrsta eldgosið sem landnámsmenn urðu vitni að og hafi því ekki verið lokið þegar þeir fyrstu komu til landsins.
Landnámslagið hefur reynst sérlega vel hvað varðar tímasetningu annarra jarðfræðilegra atburða og hefur einnig komið sér vel fyrir fornleifafræðinga. Ástæðan þess er að það er fremur auðgreinanlegt í jarðlagastaflanum og gjóskan barst eins og áður segir mjög víða.

Ef þú lesandi góður hefur áhuga að skoða ein afstórkostlegu stöðum á landinu, hafðu þá með þér mann sem þekkir staðhætti og svæðið vel.

Mynd og texti: Steinipip