Laugavegur í janúar

Laugavegur í janúar 2022

Rauði Kross Íslands rekur verslun með notuð föt, neðst á Laugavegi.

Laugavegur, hefur verið aðal verslunargata Reykjavíkur síðan borgin var þorp seint á 19. öld. Laugavegur dregur nafn sitt af gömlu þvottalaugunum í Laugardal, en þangað báru konur þvott sinn úr Kvosinni, þar sem byggðin var, inn í Laugardalinn, 4 km langa leið. Árið 1885 var ákveðið að leggja veg, Laugaveg til að auðvelda fólki leiðina að laugunum, sem voru í notkun til ársins 1930. Fljótlega varð gatan aðal verslunargata bæjarins, og er það enn að vissu marki, þó stór hluti verslanna nú séu verslanir fyrir ferðafólk, þá eru þarna enn margar verslanir sem hafa verið þarna í áratugi, auk veitingastaða, gistihúsa og öldurhúsa. Laugavegur er enn lifandi gata, og nú er neðsti / vestasti hluti Laugavegs göngugata allt árið.

 

Hér byrjar Laugavegur, þar sem Bankastræti, Laugavegur og Skólavörðustígur mætast. Horft upp Skólavörðustíg, Hallgrímskirkja við enda götunnar.
Veggur á herrafataverslun Guðsteins, sem hefur verið á Laugavegi síðan 1918, Gríska húsið, veitingastaður opnaði á Laugavegi 102 árum síðar.
Litríkt hornið á Laugavegi og Klapparstíg.
Hundur fyrir utan Kjörgarð, fyrstu verslunarmiðstöð Íslands, sem opnaði árið 1959, með 14 verslunum.

 

Reykjavík 27/01/2022 13:45 & 16:04 : A7C-A7R IV : FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsso