Frá sýningu Auðar Ómarsdóttur, Halda áfram í Gallery Port

Lifandi hattar Auðar

Gallery Port á Laugavegi 32 gerir höfuðborgina betri. Þarna á besta stað í miðbænum er þetta litla gallerí með sýningar sem ögra, gleðja og lífga upp á tilveruna. Auður Ómarsdóttir er nú með sýninguna Halda áfram í Gallery PortAuður notar hattinn sem leiðarljós, lykil að tilfinningalegum dyrum. Óræðar skuggaverur, sem eru sjálfstæðar, enda hefur myndlistarkonan alltaf verið mikil áhugamanneskja um hatta. Auður hefur upp á síðkastið unnið mikið með realísk verk, nú var kominn tími til að gera eitthvað öðruvísi, enda er hatturinn abstrakt, og efsta lag mannbúningsins. 

Auður Ómarsdóttir

Frá sýningu Auðar Ómarsdóttur, Halda áfram í Gallery Port

Frá sýningu Auðar Ómarsdóttur, Halda áfram í Gallery Port

Reykjavík : 23/09/2022 : A7R IV, A7C – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson