List í listhúsi við höfnina

List í listhúsi við höfnina

 

Galleríið Kling & Bang var stofnað af tíu myndlistarmönnum fyrir tæpum 20 árum. Stefnan er og var að kynna myndlist bæði sem ögrar og innihaldi skapandi hugsun eftir unga sem og eldri listamenn, bæði erlenda sem og íslenska. Kling & Bang hefur verið til húsa í Marshallhúsinu út í Örfirisey, síðan húsið opnaði eftir gagngerar endurbætur árið 2017. Í húsinu, sem má með sanni segja sé einn af miðstöðum íslenskra lista í Reykjavík, eru einnig til húsa, Nýlistasafnið, og Stúdíó Ólafs Elíassonar auk veitingastaðarins La Primavera.

Sýningin sem nú er í Kling & Bang heitir BLOWOUT, en þar sýna listamennirnir Joakim Derlow frá Svíþjóð og Norska tvíeykið Ellinor Aurora Aasgaard & Zayne Armstrong glæný verk, sem eru talandi lágmyndir, vídeóverk, málverk, og hljóðskúlptúrar. Kling & Bang er opið frá hádegi á miðvikudögum fram á sunnudag. Lokað er mánudaga og þriðjudaga, aðgangur er ókeypis.

 

Marshallhúsið út á Granda, byggt 1948 sem síldarverksmiðja fyrir Faxa, og endurgert 2017, hýsir nú þrjú listarými og veitingastað
Frá sýningunni Blowout í Kling & Bang
Frá sýningunni Blowout í Kling & Bang
Frá sýningunni Blowout í Kling & Bang
Frá sýningunni Blowout í Kling & Bang
Frá sýningunni Blowout í Kling & Bang

 

Reykjavík 26/08/2022 : A7C, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson