Listasafnið á Akureyri er eitt af höfuðsöfnum landsins, og það stærsta utan höfuðborgarsvæðisins. Safnið opnaði 29. ágúst árið 1993, í einstaklega fallegri byggingu teiknuð af Þóri Baldvinssyni árið 1937, og hýsti Mjólkursamlag KEA frá 1939 fram yfir 1980. Það er svo sannarlega heill heimur, margar ólíkar sýningar sem eru í húsinu í dag. Frábærar sýningar sem njóta sín í þessu stóra safni. Samsýningin Sköpun bernskunnar, markmið sýningarinnar er að efla safnfræðslu, og örva skapandi starf barna á grunnskólaaldri. Sérstakur gestur sýningarinnar er myndhöggvarinn Sólveig Baldursdóttir. Margskonar l-ll, er um, hverning listaverk verður til. Markmið sýningarinnar er að fræða safngesti um ólíka miðla myndlistar út frá völdum verkum í safneign Listasafnsins. Huldukona heitir sýning Huldu Vilhjálmsdóttur, Átta Ætingar er sýning Kristjáns Guðmundssonar og sýning Þórðar Hans Baldurssonar og Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttir heitir Dömur Mínar og Herrar. Það er hægt að lesa meira um þessar sýningar á heimasíðu Listasafnsins á Akureyri. En það eru fleiri sýningar í gangi á safninu, Átthagamálverkið : Á FERÐ UM NORÐAUSTURLAND LIÐINNAR ALDAR, síðan Jónas Viðar í safneign og sýning Fríðu Karlsdóttur, Ekkert eftir nema mýktin. Já það er svo sannarlega mikið að sjá og upplifa á Listasafninu á Akureyri, eins og alltaf.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Akureyri 28/02/2025 : A7C R, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z