Listilega lagt vatnið

Það eru bara 14 km / 9 mi frá Lækjartorgi í hjarta Reykjavíkur og að Hafravatni, litlu stöðuvatni upp af Úlfarsárdal nýjasta hverfi Reykjavíkur. Vatnið er ekki stórt 1,02 km² og meðaldýptin er um 6 metrar, 20 feet. Þó nokkuð er af lítilli bleikju og reitingur af urriða, eins slæðist öðru hvoru lax í vatnið. Það kostar ekkert að veiða í Hafravatni, en það krefst bæði tíma og þolinmæði að ná þeim litla eða stóra. Það er létt gönguleið hringinn í kringum vatnið, gönguleið sem er jafn spennandi sumar sem vetur. Norðvestan við vatnið er Úlfarsfell, upp á fjallið eru margar gönguleiðir, og útsýnið þaðan er eitt það besta yfir höfuðborgina okkar, Reykjavík.  

Á norðurbakka Hafravatns.

 

Horft í vestur yfir Hafravatn, í átt að Úlfarsárdal. Nokkrir eldri sumarbústaðir eru við vatnið. 

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson