Lömbin jarma

Síðan land byggðist, fyrir 1150 árum, má segja að sauðfé hafi haldið lífi í okkur íslendingum. Gefið af sér mat og síðan ull í klæði. Íslenska sauðkindin er sú sama í dag, og i upphafi byggðar. Norrænt stuttrófukyn, sem finnst einungis í litlum mæli í dag, á Orkneyjum, Hjaltlandseyjum, Færeyjum, Svíþjóð, Noregi og í Finnlandi. Lambakjöt hefur verið aðal kjötmeti íslendinga í gegnum aldirnar, og í fyrsti skipti í sögunni, á síðasta ári, seldist meira af kjúkling en lambi. Sauðfjárstofninn taldi um síðustu áramót, samkvæmt Hagstofu Íslands 365 þúsund dýr. Sem er mjög svipað og íbúafjöldi landsins. Íslenska lambakjötið þykir einstakt, eins og ullin sem hefur haldið okkur á lífi í yfir þúsund ár. 

Icelandic Times / Land & Saga , brá sér austur fyrir fjall, í Flóann sunnan við Selfoss, til að mynda litlu lömbin, enda er sauðburður í hámarki um allt land. 

Svartur sauður

Fimm daga gamalt

 

Með mömmu

Mjólkurtími

Bráðum verður farið á fjall, lengst uppá Kjöl

Göngutúr með mömmu

Setið á bakinu á mömmu í hlýjunni í fjárhúsinu

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Flói 15/05/2023 : A7R IV, RX1R II : FE 200-600 G, 2.0/35mm Z