• Íslenska

Magma
Höfundar: Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson

Höfundarnir Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson og Valdimar Leifsson kvikmyndagerðamaður í miðjunni.

MAGMA greinir frá íslenskum eldstöðvum og fjallar um öll eldgos á Íslandi frá Kötlugosinu 1918 til gossins í Vatnajökli 2011. Áhrifamiklar ljósmyndir eru af flestum þessara gosa og ítarlegur, aðgengilegur texti sem gerir bókina einkar fræðandi og áhugaverða.

Ragnar Th. Sigurðsson er aðalmyndhöfundur og myndritstjóri bókarinnar, en í henni er jafnframt að finna úrval margra af bestu eldgosamyndum síðustu aldar, eftir fjölmarga myndhöfunda. Ragnar er víðkunnur af myndum sínum, hefur unnið til fjölda verðlauna og myndir hans birst í virtustu blöðum og tímaritum.

Útgáfuár 2012 Forlagið