Magnað met

Magnað met

Í dag eru 227 dagar síðan síðasta banaslys varð í umferðinni á Íslandi, sem er met margir dagar. Síðasta banaslysið í umferðinni varð þann 17 febrúar þegar ekið var á gangandi vegfaranda í Garðabæ. Samtals hafa orðið einungis fjögur banaslys það sem af er ári í umferðinni, sem er líka met, hve fá þau eru, fyrstu níu mánuði ársins. Fyrsta banaslysið í umferðinni varð 25 ágúst 1915, þegar 9 ára drengur, Guðmundur Ólafsson hljóp fyrir reiðhjól á mótum Veltusunds og Austurstrætis, og lést af höfuðhöggi. Fyrsta banaslysið af völdum bifreiðar varð 29 júní 1919 þegar ekið var á gangandi vegfaranda Ólöfu Margréti Helgadóttir frá Skógargerði við Lagarfljót í Norður-Múlasýslu í Bankastræti. 

 

Hér speglast í glugga gatnamót Veltusunds og Austurstrætis við Ingólfstorg, þar sem fyrsta banaslysið varð í umferðinni á Íslandi árið 1915. 

Reykjavík  01/09/2021 17:18 – A7R IV : FE 1.2/50 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson