Markús & The Diversion Sessions halda tónleika á Kex Hostel

Leika glæný lög í bland við lög af nýútkominni breiðskífu og jólalög

Markús & The Diversion Sessions blása til tónleika í Gym & Tonic á KEX Hostel næstkomandi föstudagskvöld, 18. desember klukkan 21:00.  Hljómsveitin mun spila flest lögin af nýútkominni plötu sinni, The Truth The Love The Life, ásamt fleiri eldri og nýrri laga.

Hér er hægt að streyma plötunni í heild sinni:
https://soundcloud.com/markusandthediversionsessions/sets/the-truth-the-love-the-life-2

og hér: https://open.spotify.com/album/2oPqlOHeqsItZHlMVjjVnk

Sveitin leggst í hýði á nýju ári þar til útgáfutónleikar verða haldnir í mars/apríl. Þetta er því einstakt tækifæri til þess að hlýða á tónleika af stærri gerðinni með sveitinni. Gestaspilarar verða með og ætla að skreyta lögin með lúðrablæstri , slagverki og bakröddum. Sveitin kíkti í stúdíó nýverið og vann í nýjum lögum. Þau verða til flutningar á tónleikunum ásamt öllum hinum og tökulagi í anda árstíðarinnar.

Markús & the Diversion Sessions skipa þeir Ási Þórðarson, Georg Kári Hilmarsson, Markús Bjarnason og Marteinn Sindri Jónsson.

Húsið opnar kl. 20:30 og byrja tónleikarnir stundvíslega kl. 21:00.

Forsala miða er á Tix.is og er verð í forsölu 1000 krónur, verð á miðum við hurð er 1500 krónur.
https://tix.is/is/event/2416/markus-%26-the-diversion-sessions/

Hægt er að hafa samband beint við Markús í síma 6963553 fyrir nánari upplýsingar og viðtal.

Bestu kveðjur / Kind Regards

Benedikt Reynisson
Events / Social Media / Press
Kex Hostel / Kexland / Hverfisgata 12 / DILL / Mikkeller & Friends RVK

https://www.kexhostel.is

Welcome on KEXLAND


https://www.hverfisgata12.is
https://www.dillrestaurant.is
https://mikkeller.dk/mikkeller-friends-reykjavik/

Phone +354 561 6060
Mob.  + 354 822 2825