Miðpunkturinn í miðbænum

Lækjartorg hefur verið eitt af aðal torgum Reykjavíkur, síðan bærinn / borgin tók að byggjast og stækka eftir að hann fær kaupstaðarréttindi 1786. Nokkrum árum áður, árið 1759 er hafin bygging á tugthúsi sem líkur árið 1764, og var svæðið fyrir framan húsið friðað, en þar átti að vera dönsk herstöð. Þetta svæði er nú Lækjartorg, og tugthúsið er Stjórnarráðið, skrifstofa Forsætisráðherra frá lýðveldisstofnun. Icelandic Times / Land & Saga fór niður á Lækjartorg í rigningunni og hlýindunum í dag, en torgið, mun taka miklum stakkaskiptum næstu misserin. En Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi umhverfi. Lækjartorg mun því halda áfram að verða miðpunkturinn í miðbænum, um ókomna framtíð.

Lækjartorg fyrir 124 árum síðan

Svona mun Lækjartorg líta út eftir örfá misseri

Horft niður Bankastræti yfir Lækjartorg, Héraðsdómur Reykjavíkur fremst á myndinni

Stjórnarráðið í dag, Þjóðleikhúsið lengst til vinstri á Hverfisgötunni

Finskur ferðalangur að mynda Stjórnarráðið

Biðskýli fyrir Strætó á Lækjartorgi, en torgið er ein af aðalstoppuðstöðvum Reykjavíkur

Horft í norður af tröppum Stjórnarráðsins, Harpa lengst frá

Svarti Álfur Mánason, starfsmaður Pönksafnins í Bankastræti 0, við Lækjartorg

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 08/05/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z