Mörkin loftmynd

Mörkin – Suðurlandsbraut 68-70

Bygging 74 íbúða fyrir eldri borgara í Mörkinni, Suðurlandsbraut 68-70, gengur vel. Þetta verða leiguíbúðir í tveimur byggingum, á stærðarbilinu 74-109 m² og eru verklok fyrri áfangans vorið 2018 og síðari áfangans sumarið 2018.

Það er dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund sem stendur að byggingu íbúðanna sem verða tengdar við hjúkrunarheimilið vestan við byggingarnar. „Þetta er alls ekki hjúkrunarheimili, heldur íbúðir fyrir þá sem eru 60 ára og eldri, hressir og kátir, eru á eigin vegum en þurfa kannski sumir aðstoð,“ segir Gísli Páll Pálsson hjá Grund.

Mörkin teikning

Verkefnið hefur gengið vel eftir að framkvæmdir komust af stað og vonast Gísli til að hægt verði að flytja inn í norðurhúsið í apríl/maí 2018 og suðurhúsið í júlí/ágúst. „Það er búið að steypa upp norðurhúsið og langt komið með að steypa sökkla fyrir suðurhúsið. Tengibyggingin er komin, þannig að tengingin við hjúkrunar-heimilið verður tilbúin í apríl/maí 2018 þegar íbúðirnar verða tilbúnar.“