Moses Hightower halda tónleika á KEX Hostel 4. febrúar

Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar á KEX á annað ár

4 Moses Hightower KEXNæsta fimmtudagskvöld mun ein af ástsælari hljómsveitum Reykjavíkur, Moses Hightower, blása til tónleika á KEX Hostel við Skúlagötu 28. Moses Hightower hafa undanfarin misseri verið að vinna að sinni þriðju breiðskífu sem mun líta dagsins ljós síðar á þessu ári. Fyrsta tóndæmið af skífunni, Snefill, hlaut náð fyrir eyrum landsmanna á síðustu haustmánuðum og kyndir undir væntingar fyrir útgáfunni.

Tónleikarnir á fimmtudaginn hefjast klukkan 21:00 og eru það þeirra fyrstu tónleikar á KEX í dágóðan tíma.

Frítt er inn á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Tóndæmi:

Snefill
Moses Hightower á tónleikum á KEX Hostel 2014

Bestu kveðjur / Kind Regards

Benedikt Reynisson
Events / Social Media / Press
Kex Hostel / Kexland / Hverfisgata 12 / DILL / Mikkeller & Friends RVK

https://www.kexhostel.is
https://www.kexland.is
https://www.hverfisgata12.is
https://www.dillrestaurant.is
https://mikkeller.dk/mikkeller-friends-reykjavik/

Phone +354 561 6060
Mob. + 354 822 2825