Reynisfjara komst enn og aftur í fréttirnar en ekkert lát var á háskaleikjum ferðamanna í fjörunni. Erlendur ferðamaður lést í júní þegar alda hreif hann með sér úr fjörunni.

Myndir ársins 2022

Myndir ársins 2022

Á meira en þrjá áratugi hefur BLÍ, Blaðaljósmyndarafélag Íslands, í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands sem þeir eru hluti af verið með uppskeruhátíð, Myndir ársins. Í ár eins og undanfarin ár er haldin sýning, gefin út bók, með bestu myndum ársins, sem dómnefnd velur. Sýningin er haldin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, eins og undanfarin ár, og stendur til loka maí mánaðar. Yfirmaður dómnefndar var John Moore, sem sagði eftir að hafa farið í gegnum yfir þúsund mynda og færri en eitt hundrað komust á sýninguna að; ,,Það er nærandi að upplifa þessa kraftmiklu frásagnarlist frá svo myndrænni en lítilli þjóð.”

Horft yfir sýningarsalinn
Myndefnið er fjölbreytt, sýningin er einstaklega vel upp sett
Reynisdrangar, landslagsmynd ársins, eftir Vilhelm Gunnarsson
Mynd ársins, eftir Hörð Sveinsson, Hugrún Geirsdóttir les fyrir dætur sínar, Heklu og Ingveldi

 

Fréttamynd ársins eftir Heiðu Helgadóttir, Metoo mótmæli við Menntaskólan í Hamrahlíð

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson & ljósmyndir eftir Vilhelm Gunnarsson, Heiðu Helgadóttur og Hörð Sveinsson

Reykjavík 10/05/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z aðrar myndir með A7R IV 1.4/35 GM, C R3 24-105 & 5D IV 24-70