Myndlistarsýning Björns Rúrikssonar í Hellisheiðarvirkjun

Nú stendur yfir myndlistarsýning Björns Rúrikssonar í glæsilegu húsnæði Jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði.  Sýningarrýmið þar er stórt, aðalsalurinn tekur yfir fjórar hæðir undir samfelldu gleri.  Á jarðhæð eru stór myndverk Björns, m.a. myndlistarverk frá Gjálpargosinu í Vatnajökli 1996 og af öldufaldi á Breiðafirði.  Á þriðju hæð eru tvær sýningar;  annars vegar ljósmyndir frá nokkrum nýlegum eldgosum auk afar forvitnilegra samanburðarmynda af landmótun frá Skjaldbreið og Hlöðufelli og í sprungugosunum í Laka 1783 og í fjallsrönum (Fögrufjöllum og Breiðbak) við Langasjó, sem urðu til á ísaldartíma. Í þessum tveimur myndröðum er borin saman ásýnd hliðstæðra eldgosa, annars vegar undir berum himni og hins vegar undir jökli, landmótun sem síðar birtist þegar jökullinn hvarf af landinu.

Hellisheidarsyyning_Listveggurinn3 icelandic timesÖnnur glæsileg sýning Björns er á þriðju hæð, en þar sýnir hann abstrakt myndverk sem hann hefur að mestu tekið úr flugi yfir landinu. Í myndsköpun myndverka glímir ljósmyndarinn við margvísleg mótív, en fyrirmyndirnar skapar hann ekki sjálfur. Hann leitar þær uppi.  Með mikilli leit og þrotlausum samanburði fer svo að eitt og eitt eftirminnilegt myndverk stendur eftir. Mjög gaman var að velja myndunum heiti, en með ímyndunarafli getur áhorfandinn velt því fyrir sér hvort titillinn hæfi ekki myndinni. Þarna eru:  “Faðir jörð”, “stríðsfákurinn”, “slönguguðinn” og “Adam, Eva og höggormurinn”. Myndverkin minna fremur á málverk og vatnslitamyndir en ljósmyndir.  Þessi sýning er hluti stórrar sýningar sem verið er að vinna að í útlöndum, sem er auðvitað mjög spennandi verkefni.

Bjoorn Ruuriksson_Aldan icelandic times

Aldan  Ljósmynd: Björn Rúriksson

Björn hefur haldið 35 einkasýningar víða um heim, m.a. í Japan, Þýskalandi, Bretlandi, Sviss, Svíþjóð og Austurríki, en þar var sýning hans í þekktu listasafni skartgripafyrirtækisins Swarovski, en safnið heitir “Risinn” og er byggt inn í hæð í landslaginu. Þar sáu sýningu hans um hálf milljón manna.
Í Bandaríkjunum hefur Björn haldið sýningar í fjölmörgum listasöfnum, m.a. í Lincoln Center í New York.  Einnig sýndi Björn í Austursal Listasafns Reykjavíkur að Kjarvalstöðum.

Bjorn Ruriksson_Adam, Eva og hoggormurinn, LRES icelandic timesAdam og Eva og höggormurinn   Ljósmynd: Björn Rúriksson

Auk þess að halda myndlistarsýningar skrifar Björn með myndum sínum myndabækur um náttúru Íslands og jarðsögu, en þær hafa verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum.

Bjoorn Ruriksson_Gjalparsymfonian, LRES
Gjálparsymfónían  Ljósmynd: Björn Rúriksson

Sýningin hjá Orkusýn í Hellisheiðarvirkjun stendur út nóvember.
og er opið frá 9 – 17 alla daga.