Næsta eldgos?

Evrasíu- og Norður – Ameríkuflekarnir þrýstast hvor frá öðrum á Reykjanesi. Hér má sjá plötuskilin, þar sem land gliðnar,  á brúnni milli heimsálfanna, rétt norðan við Reykjanesvita

Næsta eldgos?

Á síðustu öld, frá 1900 til 2000 voru 44 eldgos á Íslandi, það gerir eldgos næstum því annaðhvert ár. Það hafa einungis verið sjö eldgos það sem af er þessari öld, Í Heklu 2000, Grímsvötnum 2004, Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli 2010, Grímsvötnum 2011, Holuhrauni 2014, og síðan í Fagradalsfjalli á síðasta ári 2021. Hvar gýs næst? Það eru miklar kvikuhreyfingar undir Reykjanesi núna, svo margir eldfjallafræðingar spá gosi þar aftur, og þá líklega  vestar en í Fagradalsfjalli sem gaus á síðasta ári. Alls hafa um 5.400 skjálftar mælst á Reykjanesi á árinu. Hefur skjálftavirknin verið alveg frá Reykjanestá vestast á nesinu og að Kleifarvatni, rétt sunnan við Hafnarfjörð. Vísindamenn sjá kviku vera safnast fyrir, og ef það stoppar ekki, endar það auðvitað með eldgosi. Icelandic Times fór í morgun vestast á nesið, þar sem miklar kvikuhreyfingar hafa verið undanfarið. Hvort gjósi þar fljótlega, er hugsanlegt, en ekkert í hendi, því náttúran er bæði óútreiknanleg og falleg þarna á Reykjanestá, hælnum á Reykjanesi.

Reykjanesvirkjun sem framleiðir raforku hefur verið starfrækt á svæðinu síðan 2006, nú er unnið að stækkun á gufuaflsvirkjuninni, úr 100MW í 130MW, með betri nýtingu orkunnar sem er þarna undir yfirborðinu

Reykjanesvirkjun sem framleiðir raforku hefur verið starfrækt á svæðinu síðan 2006, nú er unnið að stækkun á gufuaflsvirkjuninni, úr 100MW í 130MW, með betri nýtingu orkunnar sem er þarna undir yfirborðinu

Lynghólshraun rann í sjó fram fyrir um þúsund árum, sjá má reykinn frá Gunnuhver í bakgrunni

Reykjavík 01/05/2022 08:23 – 11:49 : RX1R II : 2.0/35mm Z

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson