Næturmyndir

Heppni, og vera á réttum stað á réttum tíma. Þannig ráðlegg ég fólki sem spyr, hvernig tekur maður næturmyndir. Heppni, af því að maður getur verið búin að undirbúa sig vel, fylgst með og farið eftir veðurspánni. En allt kemur fyrir ekki, það verða ekki þessir töfrar sem maður vill og ætlar sér að ná. Skýjafarið ekki rétt, eða rauði miðnæturliturinn sem átti að fanga, er í daufari kantinum. Annað sem er mikilvægt, er góður þrífótur. Þrífótur sem ræður við íslenskt rok. Líka vera með rétta linsu á myndavélinni, því eins og norður í landi í gærkvöldi, það var engin tími til að skipta um linsu. Augnarblikið var hér og nú.

Horft í átt að Þingeyri í fallegri kvöldbirtu

Geislar miðnætursólarinnar lýsa upp skemmtiferðaskip á Akureyri rétt um miðnætti

Lundey í Skjálfanda um miðja nótt

Reykjavík: 06/07/2022 : A7R IV: FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson