Æðin og orkan til Reykjavíkur

Heitavatnsleiðslan til Reykjavíkur er 27 km löng

Nesjavallavirkjun við sunnan og vestanvert Þingvallavatn, norðan við fjallið Hengil er orkuver sem var gangsett árið 1990. Það var Verkis sem hannaði þessa stóru virkjun, sem sem framleiðir 300 MW í varmaorku og 120 MW af rafmagni fyrir höfuðborgarsvæðið. Heita vatnið er flutt í tæplega 30 km langri aðveitulögn til Reykjavíkur, og sér um að hita upp að stórum hluta híbýli höfuðborgarbúa. Hver hitavatnshola, en þær eru 25 við virkjunina, er að milli 1000 til 2.200 djúp og hefur hitinn þar mælst allt að 380°C. Það er um og yfir 60 MW orku í hverri borholu, orka sem nægir að hita húsnæði fyrir 7500 manns. Umframorkan er notuð síðan til raforkuframleiðslu. Hrein, græn og ódýr orka, nú á þessum tímum þar sem orkuverð erlendis er í hæstu hæðum. Frá Nesjavallavirkun renna hvorki meira né minna en 1.640 l/sek af brennandi heitu hitaveituvatni til Reykjavíkur.

Það eru 25 borholur á svæðinu, hver framleiðir 60 MW af orku

Bæði raforka og heitt vatn er framleitt í Nesjavallavirkjun, Reykjavík glittir í bakgrunni, báðu megin við hitavatnsæðina

Nesjavallavirkjun við Þingvallavatn, Hengill í bakgrunni

Árnessýsla 20/09/2022 : A7R IV, A7C – FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GMLjósmyndir & texti : Páll Stefánsson