Norðurljósahlaupið

Norðurljósahlaup Orkusölunnar fór fram í kvöld í miðborg Reykjavíkur, hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Fimm kílómetra hlaup/ganga um miðborgina, og flestir fóru hægt yfir, enda voru eldgleypar, dansarar og aðrir trúðar að skemmta fólki, trufla hlaupara til fá þá til að stoppa og upplifa í miðborgina í skammdeginu. Það gekk bærilega, en norðurljósin létu á sér standa, enda skýjað. Auðvitað fór Icelandic Times / Land & Saga niður í miðbæ til að fylgjast með viðburðinum, sem var mjög hressandi eins og myndasyrpan sýnir.

Hann hljóp hratt

Þau fóru hægt yfir

Eldgleypir í Hljómskálagarðinum, villti um fyrir hlaupagörpunum

Blossi við Tjörnina… hjálpar auðviða að sjá hlaupaleiðina

Truflaður dans við Alþingishúsið, truflaði hlauparana á lokametrunum

Markvörðurinn…. stóð sína plikt við markið, og tók vel á móti öllum hlaupurunum við Listasafn Reykjavíkur

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

04/02/2023 : A7R IV, RX1R II : FE 1.4/85mm GM, 2.0/35mm Z