Ný ríkisstjórn

Ný ríkisstjórn

Ný ríkisstjórn sem var kynnt klukkan eitt í dag á Kjarvalsstöðum, ætlar að setja tvö mál í forgang, loftslagsmálin og að styrkja stöðu heilbrigðismála, með sérstakri áherslu á uppbyggingu gjörgæslu og bráðadeildar Landspítala Íslands. Það voru formenn ríkisstjórnarflokkanna, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins, og Framsóknarflokksins sem kynntu nýjan stjórnarsaáttmála og nýja ríkisstjórn. En tólf ráðherrar eru í nýju ríkisstjórninni sem Katrín Jakobsdóttir leiðir sem Forsætisráðherra eins og í síðustu ríkisstjórn sömu flokka. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru fimm, Framsóknarflokksins eru þeir fjórir og þrír ráðherrar komu úr röðum Vinstri grænna. Fimm konur og sjö karlar eru nú ráðherrar.

Til hægri er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og til vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.