Og… sagan heldur áfram

Landnámssýningin er á horni Túngötu og Aðalstrætis í Kvosinni í Reykjavík

Frá Landnámssýningunni, mynd af torfhleðslu.

 

Ný sýning Reykjavík… sagan heldur áfram, opnaði nú í vor í Aðalstræti 10, einu elsta húsi Reykjavíkur. Sýningin teygir sig neðanjarðar yfir í Landnámssýninguna í Aðalstræti 16, en sýningin rekur sögu byggðar í Reykjavík frá landnámi árið 872 til dagsins í dag. Sýningarnar báðar eru hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur, og sýna en og aftur að þarna í Aðalstræti, elstu götu Reykjavíkur er auðvitað sögumiðja höfuðborgarinnar.

Skálarústin frá 10. öld á Landnámssýningunni

Rýnt inn í nútímann á sýningunni, Reykjavík… sagan heldur áfram

Á Landnámssýningunni er miðpunktur sýningarinnar aftur á móti skálarúst frá 10. öld, sem farnnst þarna á horni Aðalstrætis og Túngötu. Við skálann fannst veggjarbútur sem er enn eldri, eða frá því um 871, eru það elstu mannvistaleifar sem fundist hafa á Íslandi. Enda kom Hallveig og Ingólfur fyrsta landnámsfólkið það ár og settust að á Seltjarnarnesinu, milli Reykjavíkurtjarnar og víkurinnar í Kvosinni, nokkurn veginn þar sem sýningarnar eru til húsa í Aðalstrætinu í hjarta Reykjavíkur.

Verslun Silla og Valda, endurgerð í Aðalstræti 10, frá því um miðja síðustu öld

Tengigöngin milli sýninganna í Aðalstræti 10 og 16

Reykjavík 07/08/2022 : A7C: FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/14mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson