Október í Reykjavík

Október í Reykjavík

Að fara niður í miðbæ Reykjavíkur á venjulegum laugardegi í október, vopnaður tveimur myndavélum, hvað veiðir maður þá? Hér er afraksturinn, því birtan, mannlífið í höfuðborginni kemur manni alltaf á óvart. Því maður veit ekki hvaða augnablik, myndefni eða stemningu maður ratar á. Reykjavík er nefnilega alltaf spennandi. Borg sem kemur manni alltaf jafn mikið á óvart. Þótt að maður þykist þekkja hana, eftir að hafa alið manninn þarna í sextíu ár, plús. 

Úkraína þakkar Íslandi, hátíð sem Úkraínskir flóttamenn héldu í Kolaportinu í dag, til að þakka íslendingum stuðningin. Hér er ballett gjörningur sem Forseti Íslands, Forsetafrú, Utanríkisráðherra og Forseti Borgarstjórnar Reykjavíkur fylgjast vel með. 
Lauf á Klabratúni
Hvar eru norðurljósin? Þessar vinkonur komu gagngert hingað frá Tævan og Kína til að sjá þau. Nokkrir dagar eftir.  
Japanskur túnfiskbátur að sækja vistir í Reykjavíkurhöfn. Marshallhúsið í bakgrunni. 

Reykjavík 08/10/2022 : A7R IV, RX1R II – FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson