Októbersumar á Suðurlandi

Októbersumar á Suðurlandi

Á föstustudag var sumarblíða á suðurlandi. Morgunin var kaldur, en hitinn fór í 10°C / 50°F um miðjan dag, í sól og logni, sannkallað sumarveður. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er meðalhitinn í október á suðurlandi rétt rúmar 4°C, vindasamast er við Vík / Dyrhólaey, en meðalvindur í október er 7.1 m/sek, meðan Þjóðgarðurinn í Skaftafelli er með flesta logndaga, meðalvindur þar eru 3.0m/sek í október. Ef tekin eru meðaltöl síðustu 60 ára, þá er október þriðji mesti úrkomu mánuður ársins, en 112 mm úrkoma er að meðaltali á Eyrarbakka í október. Örlítið minna en september sem er blautasti mánuðrinn, janúar er í öðru sæti, en úrkoman í þeim mánuði er að mestu snjór.  

Vestmannaeyjar séðar frá Landeyjahöfn í morgunsárið
Dagrenning undir Eyjafjöllum
Skarfar í ástarleið á Holtslóni, Vestmannaeyjar í bakgrunni
Oddaflug, á leið suður í heim frá suðurlandi
Raufarfell og Raufarfell 0g Rauðafell undir Eyjafjöllum
Foss í Kötlujökli

Vestur-Skaftafellssýsla 14/10/2022 : RX1R II, A7R IV, A7C – 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson