Reykholt í biskupstungum, garðyrkjustöð með opinn landbúnað.

Olía og egg

Olía og egg

Á viðsjárverðum tímum eins og núna, þegar heimsfaraldur geisar, og stór styrjöld er háð í Evrópu, er mikilvægt fyrir okkur íslendinga að huga að fæðuöryggi þjóðarinnar. Hvernig er staðan hér? Garðyrkjan framleiðir 43% af því grænmeti sem við neytum, 110 kg á mann á ári, samkvæmt nýrri skýrslu sem var unnin fyrir ríkisstjórnina. Búfjárrætin framleiðir 90% af því kjöti sem við neytum, 96% af eggjum, 99% af mjólk, en aðeins 1% af korni. Alifugla og svínaræktin er mjög háð innfluttu fóðri, en nær allt fóður í þessa ræktun er innflutt, og hluti af því fóðri sem kýrnar fá í mjólkurbúum landsins. Íslendingar neyta langt innan við 1% af þeim fiski sem berst hér á land, 99,8% af aflanum fer til útflutnings. En útgerðin er háð innfluttu jarðefnaeldsneyti, sem getur sett stór strik í reikninginn, ef verðið fer upp úr öllu valdi, eða innflutningur skerðist vegna stríðsátaka.

Sauðfjárrækt er mjög sjálfbær, þarf lítið sem ekkert innflutt fóður. Hér er fé að koma af fjalli á sauðfjárbúinu að Þverá í Dalsmynni. Lokastaðarétt Þverá Dalsmynni
Tómatarækt í Bláskógabyggð, en um 2/3 framleiðslu á grænmeti fer fram í gróðurhúsum á suðurlandi. Reykholt í biskupstungum, garðyrkjustöð með opinn landbúnað.

 

Íslenskt gras er mjög næringarríkt og gott fóður. Hér eru baggar á túni norður á Skaga. Horft vestur yfir Húnaflóa, og glittir í Strandir hinu meginn við fjörðinn. Vetur á Skaga

4272

Ísland 2020/2022 :  A7R III : FE 1.4/85mm GM – FE 200-600mm G – FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson