Önnur & Jónar

Hagstofa íslands safnar saman ótrúlega miklum skemmtilegum og fróðlegum upplýsingum um land og þjóð. Á forsíðu heimasíðu stofnunarinnar, kemur fram að á Íslandi búa nú 376.248 manns og að hagvöxturinn sé 4.4%. Atvinnuleysi á Íslandi er 3,1% og að verðbólgan er 9,9% og hefur ekki verið meiri í áratug. Síðan að  Anna hefur tekið fram úr Guðrúnu sem algengasta kvenmannsnafnið í lýðveldinu, Jón heldur auðvitað sínu sæti karlamegin, enda er nafnið nær tvöfalt algengara en næsta nafn. Fimm algengustu kvenmannsnöfn á Íslandi árið 2023 eru Anna, Guðrún, Kristín, Sigrún og Margrét. Hjá körlum er það Jón, Sigurður, Gunnar, Guðmundur og Ólafur. Af börnum sem fæddust á síðasta ári voru flestir drengir skírðir Aron, síðan Jökull og Alexander, af stúlkum var það Emilía vinsælasta nafnið, síðan komu Ebla og Sara. Flestir íslendingar eiga afmæli 1.janúar, fæstir þann 29. febrúar einunigs 234 einstaklingar.

Frá Hólavallakirkjugarði, Reykjavík. Þar er gaman að spá í nöfn íslendinga fyrir einni eða tveimur öldum síðan. Mjög fjölbreytt

Hér í Reynisfjöru í Vestur-Skaftafellssýslu eru miklar líkur að á myndinni sé einn Jón og allavega ein Guðrún eða Anna

Nýfæddur… hvorki Jón eða Aron, skírður bara Kári

Alba að verða níu, ein af 72 Ölbum á Íslandi

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

03/02/2023 : A7R IV : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/85mm GM, FE 2.8/50mm, FE 2.8/100mm GM