Ónýtt verður nýtt, endurnýtt

Ónýtt verður nýtt, endurnýtt

Þegar bifreið er fargað, þá greiðir Úrvinnslusjóður  20.000 krónur til eigenda. Eftir það hefst endurvinnsluferli, þar sem bifreiðin fær nýtt líf. Icelandic Times / Land & Saga átti leið um Hafnarfjörð á endurvinnslusvæði FURU, þar sem meðal annars bifreiðar eru tættar niður, málmar eins og ál, kopar og járn, gler og einangrunarefni eru flokkuð, og endurunnin. Málmarnir fara til tæmis suður til Portúgals, þar sem þeir eru bræddir, og hefja nýtt líf sem bifreið eða jafnvel stólfótur eða títiprjónn.  

Á síðasta ári voru skráðar 149.903 bensínbílar á Íslandi, 88.778 díselbifreiðar og 10.484 rafmagnsbifreiðar, samtals 275.259. Meðalakstur var 12.755 km á ári. Toyota er algengasta merkið en 50.499 voru skráðar á síðasta ári, í öðru sæti er VW með 20.428 á götunni. Í þriðja sæti er KIA með 17.108 bíla. Eins og gefur að skilja eru flestar bifreiðar skráðar í Reykjavík 120.708, fæstar í Flatey á Breiðafirði, 15 stykki. Á síðasta ári voru afskráðar 7.143 bifreiðar, meðan einstaklingar og bílaleigur keyptu 15.796 ökutæki. 

Frá málmendurvinnslunni Furu í Hafnarfirði

Hér kemur myndasería frá Furu í Hafnarfirði.

Frá málmendurvinnslunni Furu í Hafnarfirði

Hafnarfjörður : 04/10/2022 : A7R IV, A7C – FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Frá málmendurvinnslunni Furu í Hafnarfirði