Orkuskipti bílaflotans

Í síðasta mánuði seldust á Íslandi 961 vistvænar bifreiðar meðan einungis 365 voru með hefðbundnum sprengihreyfli. Þar af voru 202 bensín bifreiðar og 163 knúnar áfram af dísel. Tesla er orðið söluhæsta merkið á Íslandi en einn af hverjum fjórum seldum bifreiðum í september er Tesla, en í mánuðinum seldust 400 Testlur. Í öðru og þriðja sæti voru Kia og Hyundai, systur framleiðendurnir frá Suður-Kóreu með 146 og 142 seldar bifreiðar. Þeir hafa verið mjög framarlega í framleiðslu á nýorkubílum. Toyota sem hefur verið stærsta merkið á Íslandi alla þessa öld er í fjórða sæti með 89 seldar bifreiðar, í fimmta sæti er Nissan með 53 selda bíla. 

Testla hlaðin í Borgartúninu. En framleiðandi var í gær að opna hraðhleðslustöð á Höfn í Hornafirði, svo það er aldrei lengra en 300 km á næstu hraðhleðslustöð ef ekið er hringinn í kringum Ísland

 

Reykjavík  28/10/2021 09:09 – A7R IV : FE 2.5/40 G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson