Pínulítið hús, stór saga

Pínulítið hús, stór saga

Vaktarabærinn efst í Grjótaþorpinu, við Garðastræti 23, er talinn hafa verið byggður í kringum 1845, af Guðmundi Gissurasyni vaktara, Grjótaþorpið má kalla fyrst úthverfi Reykjavíkur, en þarna byggði fátækt fólk sér híbýli, í brekku vestan við Kvosina. Og Vaktabærinn er trúlega fyrsta timburhúsið sem byggt var í Grjótaþorpi. Segja má að vaktari, hafi verið forverar lögregluþjóna. Þeir gengu um bæinn og vöktuðu hvort allt væri ekki með felldu, eins að gera viðvart ef eldur kviknaði, og létu sig varða allt sem óeðlilegt gæti talist. Eins höfðu vaktarar stundaglas, og sungu svökölluð vaktavers á klukkustunda fresti að gömlum og góðum evrópskum sið, svo Reykjavíkurbúar vissu hvað tímanum liði. Í þessu húsi bjó semsagt Guðmundur Gissurarson og fjölskylda en hann var vaktari Reykjavíkur frá 1830 til 1865. Húsið er friðað árið 2001, og Minjavernd tekur yfir húsið árið 2008 frá Reykjavíkurborg til endurgerðar, sem var lokið 2010. 

Vaktarabærinn, Garðastræti 23, byggður um 1845
Vaktarabærinn, Garðastræti 23, byggður um 1845

Vaktarabærinn, Garðastræti 23, byggður um 1845

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 28/11/2022 : A7R IV, A7C : FE 2.5/40mm G, FE 1.8/20mm G