Pósthússtræti þá & nú

Kort sem teiknað af Reykjavík árið 1801, eru göturnar í bænum fimm, og einn ónefndur stígur, milli Dómkirkjunnar og Austurstrætis. Stígurinn er upphafið af Pósthússtræti, og síðan er gatan nefnd eftir fyrsta pósthúsi Reykjavíkur sem stóð rétt austan við kirkjuna, þar sem nú er Hótel Borg. Hótel var fyrsta alvöru hótelið á Íslandi, byggt fyrir alþingishátíðina 1930 af glímukappanum Jóhannesi Jósefsyni og hans konu, Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur. Húsið teiknaði Guðjón Samúelsson eins og Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju, Sundhöllina, Háskóla Íslands, Landspítalan og auðvitað Þjóðleikhúsið. Hótel Borg var hertekin af bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Pósthús Reykjavíkur var síðan flutt 1914 í stórhýsi, teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni, á horni Austurstrætis og Pósthússtræti. Húsið er nú friðað og þar er nú mathöll, Pósthús Food Hall & Bar.

Pósthússtræti frá Austurvelli 1919

Mannlíf í Pósthússtræti árið 1914

Mannlíf í Pósthússtræti árið 2023, Pósthús Food Hall & Bar í bakgrunni

Jón Sigurðsson horfir frá Austurvelli að Alþingishúsinu,  Pósthússtræti í bakgrunni

Biðröð við Bæjarins Beztu, pylsubarinn á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis

Skatturinn fjærst, síðan Radisson SAS hótelið, í fyrrverandi höfuðstöðvum Eimskipafélagsins, Landsbankinn við Austurstræti næst

Ljósmyndir og texti: Páll Stéfánsson

Reykjavík 05/04/2023 : A7R IV, RX!R II : FE 1.8/14mm GM, 2.0/35mm Z