Prinsinn í heimsókn

Prinsinn í heimsókn

Prince of Wales, flaggskip breska sjóhersins, og stærsta herskip sem komið hefur til Íslands er hér í heimsókn núna. Skipið er á lengd við þrjá knattspyrnuvelli eða 280 metra langt og 73 metrar á breidd. Þetta risastóra flugmóðurskip getur tekið allt að 65, F-35 orustuþotur og 14 þyrlur um borð, áhöfnin um borð telur 250 manns. Prince of Wales er áttunda skip breska flotans sem ber þetta nafn. Hið fyrsta var sjósett árið 1765, eitt stærsta seglskip þeirra tíma, búið 74 fallbyssum. Prince of Wales kemur hér vegna sjóprófa, enda skipið nýtt, og kostaði þygging þess 6,2 milljarða punda, sem eru rúmlega 1000 milljarðar ISK. Skipið verður hér fram á föstudagsmorgun, fyrir þá sem eru áhugasamir um flugmóðurskip.

Það er engin smá stærðarmunur á skipunum. 
Prince of Wales í Sundahöfn í morgun. 

Reykjavík 05/04/2022 08:33 – 09:06 :  A7R III – A7C : FE 2.0/28mm G – FE 1.4/85mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson