Pylsa með öllu

Pylsa með öllu

Í 84 ár, síðan 1937 hefur sama fjölskyldan, í fimm ættliði rekið pylsuvagninn Bæjarins Beztu Pylsur í miðbæ Reykjavíkur. Skúrinn sem stendur á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu er fyrir löngu orðin einn af föstu punktum í bæjarmynd höfuðborgarinnar. Þangað flykkjast ekki bara íslendingar, ótrúlegur fjöldi viðskiptavinanna eru ferðamenn að prófa það sem er íslenskast af öllu, pylsa með öllu. Með öllu er hrár og steiktur laukur, sinnep, remúlaði og tómatsósa, plús SS pylsa í hvítu brauði. Einn frægasti gestur Bæjarins Beztu Pylsur, Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna, vildi þó hafa sína bara með sinnepi.

Þrátt fyrir rigningu og kulda í miðbænum í gær, truflaði það ekki fólk að fá sér eina með öllu.

 

Reykjavík  05/10/2021 18:08 – RX1 R II : 2.0/35 Z

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson