R.B-rúm í heilan mannsaldur

Fyrir vel sofandi Íslendinga

Sælurúm, brúðarrúm, einstaklingsrúm og fermingarrúm eru meðal þeirra valkosta sem bjóðast í R.B-rúmum – einu þekktasta og virtasta fyrirtæki landsins. Stofnað árið 1943 og því tæpra sjötíu ára gamalt, hefur R.B-rúm tryggt heilu kynslóðunum góðan nætursvefn. Að ekki sé talað um gesti allra þeirra hótela og gistiheimla sem bjóða upp á R.B-rúm.

Þekktast er fyrirtækið fyrir R.B. springdýnurnar en þær hafa verið framleiddar hér á landi í 66 ár. Hægt er að velja um fjórar tegundir af springdýnum: RB venjulegar; Ull-deluxe; Super-deluxe og Grand-deluxe. Fjórir stífleikar eru í boði á allar þessar fjórar tegundir, mjúk; medíum; stíf og extrastíf, allt eftir óskum hvers og eins. Fyrirtækið getur breytt stífleika springdýnanna og er eina þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem býður endurhönnun á springdýnum eftir áralanga notkun. R.B-rúm framleiðir einnig sérhannaðar sjúkradýnur. Springdýnurnar frá R.B-rúmum eru og hafa verið í fjöldamörgum rúmum ánægðra og vel sofandi Íslendinga í gegnum árin.

Einstaklingsrúmin fást í mörgum stærðum. Reyndar býður fyritækið upp á þá afbragðs þjónustu að hanna rúmið eftir óskum og hugmyndum viðskiptavinarins.

p_2130_1345561641RB rúm hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun sína, meðal annars, alþjóðlegu verðlaunin á International Quality Crown Awards í London, fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu.  Þetta eru stór verðlaun og aðeins eitt fyrirtæki í hverri grein hlýtur þau ár hvert. Ekki er hægt að sækja um að verða tilnefnd heldur verður einhver að tilnefna fyrirtæki sem skarar fram úr.

Hjá R.B-rúmum er mikið lagt upp úr góðri þjónustu. Markiðið er að viðskiptavinurinn fái þar bæði sterkari og endingarbetri vöru en fæst annars staðar. Inni í þeirri þjónustu er endurnýjun á R.B. springdýnum – en afar sjaldgæft er að slíkar dýnur séu hannaðar fyrir endurnýjun.

Auk rúmanna, sérhæfa R.B-rúm sig í hönnun á bólstruðum rúmgöflum, náttborðum og fleiri fylgihlutum, til dæmis fallegum og vönduðum sængurfatnaði og rúmteppi. Einnig er þar boðið upp á viðhald á springdýnum og eldri húsgögnum.