Ráða ráðum sínum

 

Það var haustlegt á Austurvelli þegar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra (vinstri) og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, áttu leið þar um á þingflokksfund Vinstri Grænna.

Ráða ráðum sínum

Þær voru þreyttar en nokkuð sáttar með úrslit Alþingiskosninganna þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra (vinstri) og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar Icelandic Times hitti þær á Austurvelli á leið á þingflokksfund Vinstri Grænna. Allt fór í uppnám seinnipartinn í gær eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Fjöldi þingmanna flokkanna breytist ekki, en það fór á stað hringekja jöfnunarþingmanna sem breytti því að konur misstu meirihluta sinn á Alþingi. Nú hafa verið lagðar fram kröfur um að endurtalningin sé ólögleg, atkvæðin voru ekki innsigluð eins og lög gera ráð fyrir. Lágu bara á borðum í læstu herbergi á hóteli í Borgarnesi, frá talningu í endurtalningu, sex tímum síðar. Fjórir flokkar, Píratar, Vinstri Græn, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistar hafa óskað eftir endurtalningu í Suðurkjördæmi, en þar munaði einugis sjö atkvæðum að Vinstri Græn myndu ná þingmanni á kostnað Miðflokksins. Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum stjórnmálum.

Reykjavík  26/09/2021 17:25 – A7R IV : FE 1.2/50 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson