haldin í fyrsta skiptið á KEX Hostel 28. Ágúst

Fjölbreytt dagskrá hefur verið kynnt

  1. ágúst næstkomandi verður Rokkhátíð Æskunnar haldin í fyrsta skiptið á KEX Hostel.  Dagskrá hátíðarinnar er samansett af lifandi tónlistaratriðum í bland við gagnvirka fræðslu og vinnusmiðjur þar sem krakkar fá að fikta í hljóðfærum sem búin eru til úr ávöxtum, smíða sinn eigin míkrófón, gera barmmerki, grúska raftónlist og fleira.  Hátíðin hefst klukkanRokk -aeskunnar KEX

Meðal þeirra sem koma fram í ár eru Hildur, RuGl, Hasar Basar, Meistarar Dauðans, Hush Hush og fleiri í bókahorninu á KEX Hostel og í Gym & Tonic verða Stelpur Rokka, Futuregrapher, Skema, Jónsson & LeMacks, Mussila og fleiri með fræðslu og smiðjur. 

28 Rokk aeka

Rokkhátíð Æskunnar er haldin af Heimilislegum Sunnudögum í náinni samvinnu við sjálfboðaliðasamtökin Stelpur Rokka.

Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af femínískri hugsjón við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðirnar, þar sem stelpur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarkonum, fræðast um ýmsar hliðar tónlistar og jafnréttisstarfs og koma fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjölskyldu.Stelpur Rokka Logo

Alls hafa um 275 stelpur og konur tekið þátt í rokkbúðum Stelpur rokka! síðastliðin 4 ár og myndað 60 hljómsveitir. Hjá okkur öðlast þátttakendur aukið sjálfstraust, frumkvæði og þor með því að starfa saman og virkja eigin sköpunarhæfileika. Með starfi okkar erum við að byggja upp mikilvæga fagþekkingu, við njótum velgengni og stúlkunum líður vel hjá okkur. Við erum á réttri leið að því markmiði að verða leiðandi afl í jafnréttismiðuðu tómstundastarfi á Íslandi.

Dagskráin hefst klukkan 13:00 og og stendur hún til kl. 16:30 og skiptist hún í tvennt, tónleikaprógramm í bókahorninu á KEX Hostel og í smiðjur og kynningar í Gym & Tonic salnum.

Tónleikadagskrá

13:00 HasarBasar

13:15 RuGl

Hlé í 15 mín

14:00 Hush Hush

14:30 Kyrrð

Hlé í 20 mín

15:20 Meistarar Dauðans

16:00 Hildur Kristín

Smiðjur og kynningar

Stelpur Rokka verða með kynningu á starfi sínu og munu m.a. kenna krökkum að gera sín eigin barmmerki og míkrófóna.

Tónlistarmaðurinn Futuregrapher kennir trixin á bakvið raftónlist og allir fá að fikta.

Skema kynnir Makey Makey sem er tölvurás sem gerir manni m.a. kleift að búa til tónlist með ávöxtum og margt fleira.

Grafíski hönnuðurinn Sigurður Oddsson kennir grunnatriðin í að búa til logo og verður efnt til samkeppnar í að búa til vörumerki Rokkhátíð Æskunnar.

Mussila kynnir glænýtt smáforrit fyrir krakka sem heitir Mussila DJ og er getur það gert hvaða krakka sem er að plötusnúð.

Aðgangur á Rokkhátíð Æskunnar er fríkeypis og opinn fyrir krakka á öllum aldri.