Safnið við höfnina

Það eru ekki margir sem átta sig á því að Reykjavík er mesti útgerðarbær á Íslandi. Þar er líka stærsta og mesta safn landsins um sjávarútveg, Sjóminjasafnið í Reykjavík. Safnið var stofnað í lok árs 2004, og opnað með fyrstu sýningunni á sjómannadaginn, Degi hafsins í júní 2005. Safnið er staðsett við Grandagarð í því húsnæði sem áður hýsti skrifstofur og fiskvinnslu Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR). Árið 2014 var Sjóminjasafnið sameinað öðrum söfnum Reykjavíkurborgar sem hafa með sögu Íslands, en fyrst og fremst höfuðborgarinnar að gera, undir nafninu Borgarsögusafn Reykjavíkur. Grunnsýningin á Sjóminjasafninu núna er  Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár. Icelandic Times, Land & Saga lagði land undir fót, skrapp niður að Reykjavíkurhöfn og kíkti á þessa fínu sýningu sem fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi frá því árabátar komu í lok 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000. Þessi merka saga er sögð með sterkan fókus á Reykjavík, því ekki bara er höfuðborginn stærsti útgerðarbær landsins, heldur eru útflutningsfyrirtækin og skipafélögin með sínar höfuðstöðvar í höfuðborginni, ásamt öflugum útgerðarfélögum eins og Brim, sem var stofnað þegar BÚR sameinaðist Ísbirninum í útgerðarfélagið Granda, sem síðar varð Brim, það stærsta á landinu.

Sjóminjasafnið í Reykjavík stendur við Reykjavíkurhöfn

Frá sýningunni Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár

Frá sýningunni Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár

Frá sýningunni Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár

Frá sýningunni Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár

Frá sýningunni Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár

 

Reykjavík 02/08/2022 : A7C, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson