Skálholtskirkja

Sagan & Skálholt

Sagan & Skálholt

Í Skálholti sameinast landið og sagan. Þegar ljósmyndari Icelandic Times / Land & Sögu renndi inn í hlaðið á Skálholti fyrr í dag varð sagan svo  ljóslifandi. Þarna var biskupssetur frá upphafi, og það má segja að Skálholt hafi verið höfuðstaður Íslands frá 1056 fram til um 1850 þegar Reykjavík tekur yfir sem kennslu, menningar og fjármálasetur landsins. Á biskupssetrinu Skálholti var stærsta guðshús sem byggt hefur á Íslandi, reist í tíð Klæns Þorsteinssonar biskups árið 1156 úr timbri sem biskup flutti inn frá Noregi með tveimur skipum það ár. Þessi stóra og stórmerkilega kirkjan brann árið 1309. Skálholt var samt áfram höfuðstaður Íslands, og það í rúmlega 800 ár. Stóra kirkjan sem nú er í Skálholti var vígð tæpum 800 árum eftir brunann, en 1956 er ákveðið að reisa nýja kirkju sem var hönnuð af Herði Bjarnasyni og vígð af séra Sigurbirni Einarsyni biskup árið 1963, síra Sigurbjörn var biskup íslensku þjóðkirkjunnar frá 1959  til 1981. Skálholt er merkilegur staður, fyrir okkur íslendinga, það finnur maður strax þegar maður leggur í hlaðinu, þarna er landið og sagan. Það er bara rúmlega klukkutíma akstur frá Reykjavík, suður og austur í Skálholt.

Skálholt, og eldfjallið Hekla í baksýn

Reykjavík 30/07/2022 : A7R III, RX1R II, A7C : FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson