Samspil á Korpúlfsstöðum

Nú í ágúst voru 100 ár frá fæðingu Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara og leirlistamanns. Í tilefni aldarafmælis þessa merka listamanns, og að hálf öld sé liðin frá því að Myndhöggvarafélagið í Reykjavík gerði leigusamning við Reykjavíkurborg um vinnuaðstöðu á Korpúlfsstöðum, er efnt til sýningarinnar Samspil á Hlöðuloftinu á Korpúlsstöðum. Á þessari fínu sýningu eru auðvitað verk Ragnars í forgrunni, auk verka eftir vini, samverkamenn, þá Dieter Roth, Gunnar Árnason, Ingu S. Ragnarsdóttur, Ívar Valgarðsson, Jón Gunnar Árnason, Kristni E. Hrafnsson, Magnús Pálsson, Nönnu Skúladóttur, Níelsi Hafstein, Ólafi Sveini Gíslasyni, Ragnhildi Stefánsdóttur, og Þórdísi Öldu Sigurðardóttur. Sýning sem lætur engan ósnortinn, enda er Hlöðuloftið á Korpúlfsstöðum einn af okkar stærstu sýningarsölum.  

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson

Reykjavík  26/08/2023 : A7R IV, A7C : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G