Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna

Á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna er áhersla lögð á líf og störf fólks og síðari hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. Á safninu eru tvær sýningar í sitthvorum sýningarsalnum. Í fyrsta lagi er sýning hákarlaveiðar við Húnaflóa, en tímabil hákarlaveiðanna var merkilegt tímabil í atvinnusögu héraðanna við Húnaflóa. Þar má berja augum einn af lykilgripum safnsins, hákarlaskipið Ófeig frá Ófeigsfirði á Ströndum. Hann var byggður árið 1875 Farið er yfir sögu skipsins, sem er eina skip sinnar tegundar sem varðveist hefur á Íslandi, sýndir eru gripir sem allir tengjast hákarlaveiðum á einhvern hátt, sagt er frá menningunni sem skapaðist í kring um veiðarnar og fleira.

Í stærri sýningarsal safnsins er áhersla lögð á íslenska sveitasamfélagið líkt og það var í kring um aldamótin 1900. Áhersla er lögð á efnismenningu þessa sveitasamfélags. Til sýnis eru þrjú hús úr héraðinu: Tungunesbærinn, stofa úr gamla bænum á Svínavatni og baðstofa frá Syðsta-Hvammi. Hægt er að fara inn í öll húsin, skoða þar munina í rólegheitum og jafnvel setjast niður og slaka á. Í stóra sýningarsalnum eru nokkrar afmarkaðar minni sýningar sem fjalla til dæmis um matargerð fyrr á tímum, sakamál úr Húnavatnssýslum, sögu kvenna og um Grænlandsdvöl Rannveigar H. Líndal á árunum 1921-1923 svo dæmi séu tekin.

Hákarlaskipið Ófeigur silglamí úfnum sjó með Drangaskörð í baksýn. Bæði skip og malverk er varveitt á Byggðasafninu.

 

Málverkið er eftir Ísleif Konráðsson sem er strandamaður að uppruna. Ísleifur byrjaði að mála á gamals aldri og hefur hann haldið nokkrar málverkasýningar. Hann gaf safninu málverkið á opnunardegi þess 9. júlí 1967. Ísleifur Konráðsson var fæddur á Stað í Steingrímsfirði 5. febrúar 1889. Hann var sonur Konráðs Sigurðssonar frá Stóru-Ávík í Trékyllisvík og Þorbjargar Jónsdóttur, frá Kaldranesi. Hann ólst upp hjá Ólöfu Jörundardóttur á Hafnarhólma. Ísleifur ferðaðist víða um landið í leit að myndefni, hann málaði myndir frá þeim stöðum sem honum þóttu fallegir, hrifnastur var hann þó af því að mála dranga og voga. Eftir hann liggja margar fallegar myndir.

Byggðasafnið á Reykjum í Hrútafirði. Benjamín Kristinsson sjá meira hér

Baðstofa í beinni
Baðstofa í beinni – Hetjusögur og Konur sem kjósa. Kristín Svava Tómasdóttir.
Sjá meira hér

Sjá videó  hér

Sjá facebook hér

RELATED LOCAL SERVICES