Einar G. Baldvinsson 1919-2004

Einar G. Baldvinsson lærði myndlist í Handíða- og myndlistaskólanum árin 1942-45 og í Kunstakademiet í Kaupmannahöfn 1946-50. Hann starfaði sem listmálari í Reykjavík og kenndi einnig teikningu í skólum. Einar fór í námsferðir til Frakklands, Ítalíu, Hollands, Belgíu, Noregs, Grikk lands og Svíþjóðar. Hann hélt fjölda málverkasýninga og tók einnig þátt í samsýningum Félags íslenskra myndlistarmanna. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1958. Einar hlaut starfslaun listamanna árið 1983.

 

Gleymir aldrei gömlu döllunum
Í sýningarskrá ritar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og þar segir meðal annars: „Einar G. Baldvinsson hefur nánast alla starfsævi sína málað tilbrigði um þann veruleik sem blasti við honum á þroskaárum hans, þorpsstemmninguna í Reylgavík, andrúmsloftið við höfnina,sambýli þorps og hafs. Einar er maður formfestu, skipulegrar myndbyggingarog samræmdra lista. Hann er staðfastur í trúnni á listrænt sannleikgsildi þessara þátta og ann sér sjaldnast hvíldar fyrr en þeim hefur verið haldið til skila. En hann er líka ljóðskáld og músíkant í litum, tónlistin var enda hans fyrsta ást,og fetar í myndum sínum mjótt einstigið milli angurværðar og gleði. Umfram allt er Einar heill og sannur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.” Lesbók Morgunblaðins 0.01.1997. sjá meira hér

RELATED LOCAL SERVICES