garðyrkjustöðin flóra

Garðyrkjustöðin Flóra

Garðyrkjustöðin Flóra hét áður Garðyrkjustöð Ingibjargar. Grunninn að garðyrkjustöðinni lögðu foreldrar Ingibjargar, þau Sigmundur K. Guðmundsson og Kristín Jónsdóttir, en þau reistu 100 fermetra gróðurhús í bakgarðinum hjá sér árið 1953. Nýlega tóku nýir eigendur við rekstrinum og fékk stöðin þá nafnið Garðyrkjustöðin Flóra.

Garðplöntuframleiðslan samanstendur nú af ræktun sumarblóma, trjáa, runna, rósa, fjölærra blóma og matjurta og úrvalið er alltaf að aukast.

Þar sem hluti garðplönturæktunar er árstíðarbundinn er breytt um framleiðslutegund um mitt ár. Frá janúar til júlí eru ræktuð sumarblóm, en frá júlí til desember eru húsin nýtt undir græðlingatöku og jólastjörnuræktun. Þá eru laukblóm s.s. túlípanar, páskaliljur og hýasintur einnig þáttur í framleiðslunni. Afurðir garðyrkjustöðvarinnar eru seldar í smásölu að Heiðmörk 38 og í heildsölu vítt og breitt um landið.

RELATED LOCAL SERVICES