Elmar Gilbertsson

Hádegistónleikar í Hafnarborg – Elmar Gilbertsson
Þriðjudag 12. febrúar kl. 12

Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 12 mun Elmar Gilbertsson, tenór, koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg ásamt Antoníu Hevesi. Á tónleikunum syngur Elmar aríur eftir Verdi, Donizetti og Lehár.

Elmar Gilbertsson nam söng við Söngskóla Sigurðar Demetz og Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi, þar sem Jón Þorsteinsson var hans aðalkennari. Elmar hefur starfað vítt og breitt um Evrópu síðastliðin ár, m.a. við Hollensku ríkisóperuna, Opera Zuid í Maastricht, La Monnaie de Munt í Brussel, Opera de Nantes og Opera de Toulon í Frakklandi, Ruhrtrienalle-óperuhátíðina í Ruhrhéraði í Þýskalandi, auk þess að hafa komið fram með Útvarpshljómsveit Norður-Þýskalands í Elbphilharmonie salnum í Hamborg. Elmar er nú fastráðinn við óperuna í Stuttgart í Þýskalandi, þar sem hann er búsettur.

Elmar hefur reglulega komið heim til Íslands í verkefni, m.a. fyrir Íslensku Óperuna, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listvinafélag Hallgrímskirkju og hlaut árin 2014 og 2016 Grímuverðlaunin sem söngvari ársins, sem og Íslensku tónlistarverðlaunin í sama flokki.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg og hefur hún valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins. Hádegistónleikar eru vanalega á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann en þeim var frestað um viku að þessu sinni, vegna veikinda flytjendanna, og fara því fram annan þriðjudag mánaðarins, þann 12. febrúar, en þeir voru upphaflega á dagskrá þann 5. febrúar.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.

Elmar Gilbertsson í Kastljósi  Sjá hér

iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      elina brotherus

      SUNNUDAGSLEIÐSÖGN ELINA BROTHERUS – LEIKREGLUR

      SUNNUDAGSLEIÐSÖGN ELINA BROTHERUS – LEIKREGLUR

      Ljósmyndarinn Bára Kristinsdóttir leiðir gesti um sýninguna Elina Brotherus - Leikreglur, sunnudaginn 25. mars kl. 14. ...

      Hafnarborg – Ef ég væri skrímsli

      Hafnarborg – Ef ég væri skrímsli

      Sindri Ploder - Ef ég væri skrímsli 14. september - 15. október 2023 Á einkasýningu Sindra Ploder, Ef ég væri skrímsli...

      Vetrarfrísdagskrá Borgarsögusafns 2018

      Vetrarfrísdagskrá Borgarsögusafns 2018

      Dagana 15.-18. febrúar verður boðið upp á fjölbreytta fjölskyldudagskrá í Árbæjarsafni, Landnámssýningunni og Ljósmyndas...

      OF THE NORTH

      OF THE NORTH

      OF THE NORTH 5.2.2021 - 9.1.2022, Listasafn Íslands Risastór vídeóinnsetning Steinu af Norðrinu frá árinu 2001 er áh...