Listin talar tungum á Kjarvalsstöðum Sunnudag 11. febrúar kl. 13.00 á Kjarvalsstöðum Einstakt tækifæri fyrir rússneskumælandi gesti að fá innsýn í myndlist Jóhannesar S. Kjarvals á sýningunni Líðandin – la durée. Í vetur býður Listasafn Reykjavíkur upp á vikulega myndlistarleiðsögn á ýmsum tungumálum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi. Næstu leiðsagnir verða á arabísku, serbnesku, spænsku, japönsku, tælensku og tékknesku/slóvakísku. Listin talar tungum verður á sunnudögum kl. 13.00 á Kjarvalsstöðum og í eitt skipti í Ásmundarsafni. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur. Við minnum á kaffihúsið fyrir léttan hádegisverð!
Kjarvalsstaðir, Flókagötu 24 105 Reykjavík
+354 411 6420
listasafnreykjavikur.is/kjarvalsstadir
11. febrúar 2018 kl. 13:00