Magnús Á. Árnason

FJÖLHAGINN Í LISTINNI
Magnús Á. Árnason hefur verið nefndur fjölhagi vegna þess að hann fékkst við svo margar listgreinar, var málari, myndhöggvari, tónskáld og rithöfundur. JÓHANN HJALMARSSON kynnti sér lítillega ummæli um Magnús sem lést árið 1980. Skömmu síðar færði Minningarsjóður Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar Kópavogsbæ að gjöf 300 verk eftir þau hjónin,þar af um 200 verk  eftir Magnús. Nú gefst kostur á a kynnast list Magnúsar í Gerðarsafni. Sjá meira hér


Magnús Á. Árnason er fædduir 28. desember 1894 í Narfakoti í Njarðvíkum, sonur Árna bónda og kennara Pálssonar og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur.
Magnús stundaði nám 1912—13 í Den Tekniske Sélskabs Skole í Kaupmannahöfn og var Thorsen kennari hans; 1918—22 í California School of Fine Arts í San Francisco, kennarar voru málararnir Lee Randolph og Spencer Macky og myndhöggvarinn Ralph Stackpole. 1924—26 í Anillaga Musical College,kennari tónskáldið George Edwards.
Magnús hefur oft sýnt hjá California Art Association og tvisvar á East-West Gallery,San Francisco og víðar á Kyrrahafsströndinni. Hann kom aftur hingað heim árið 1930 og hefir haldið 10—12 sýningar í Reykjavík, en auk þess á Akureyri, Djúpavík og nú síðast um páskana í Keflavík. Hann hefir og sýnt í Kaupmannahöfn. Sjá meira hér

Magnús Á. Árnason (28. desember 1894 – 13. ágúst 1980) var íslenskur listmálari, högglistamaður, tónsmiður og þýðandi. Magnús var einn af stofnendum Félags Íslenskra myndlistarmanna (FÍM).

Magnús fæddist í Narfakoti, Innri-Njarðvík. Hann var sonur Árna Pálssonar, bónda og kennara, og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur. Magnús stundaði nám 1912-13 í Den Tekniske Sélskabs Skole í Kaupmannahöfn og var Thorsen kennari hans; 1918-22 í California School of Fine Arts í San Francisco, kennarar voru málararnir Lee Randolph og Spencer Macky og myndhöggvarinn Ralph Stackpole og árið 1924-26 í Anillaga Musical College, kennari hans þar var tónskáldið George Edwards.

Magnús var giftur Barböru Árnason listakonu.

“Við hittumstí Valhöll og trúlofuðum okkur viku síða”
Rœtt við Magnús Árnason, eiginmann Barböru Arnason, um minningarsýningu listakonunnar á Kjarvalstöðum sjá meira hér

Höggmynd: Halldór Laxness.

Sumarsýning Listasafns Kópavogs Gerðarsafns er tileinkuð tuttugu ára afmæli safnsins. Á sýningunni eru verk úr safneign eftir Barböru Árnason, Gerði Helgadóttur,Magnús Á. Árnason og Valgerði Briem. Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur eru sýnd verk eftir Jóhannes S. Kjarval. Safnið er opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 11:00 til 17:00.
Sjá meira hér

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

 

RELATED LOCAL SERVICES