Síðasti steinbærinn

Stórasel, hús í porti við Holtsgötu í Vesturbænum, er tvöfaldur steinbær byggður árin 1884 og 1893 af Sveini Ingimundarsyni útvegsbónda, og er nú eini steinbærinn sem stendur eftir í Reykjavík. Sel, seinna Stórasel er fyrst er getið í heimildum árið 1379. Árið 1835 flyst bærinn frá Seltjarnarnesi í lögsögu Reykjavíkur, ásamt bænum Bráðræði þar skammt frá. Reykjavíkurborg og Minjavernd gera með sér samning árið 2015 um að endurgera húsið, sem var vægast sagt mjög illa farið, verkið hófst 2017, og var lokið 2019 og húsið selt. Oft hefur verið fjölmennt í bænum, sem var upphaflega tvær íbúðir í sitthvorri burstinni, eins og fyrir rúmlega eitt hundrað árum, þegar fjórar fjölskyldur bjuggu í húsinu, samtals 16 manns.

Stóra-Sel, Holtsgötu 41b, byggt 1884 og 1983

Reykjavík 29/08/2022 : A7C : FE 1.8/20mm G

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson