Framkvæmdir eru að hefjast við bygginu 108 íbúða á svokölluðum Sigtúnsreit þar sem verslun og gróðrarstöð Blómavals var lengi vel staðsett.

Sigtúnsreitur í byggingu  
Gert er ráð fyrir átta byggingum á reitnum, þriggja til sex hæða háum og mismunandi stórum, ásamt skjólgóðum garði á milli þeirra og torgi. Byggingar við Sigtún verða lágreistar, þannig að þær falli vel að götumyndinni og núverandi byggð handan götunnar en síðan hækka byggingarnar á móti Engjateig til suðurs og að hæsta hluta núverandi bygginga við Sigtún 38. Meðalstærð íbúða verður um 123 m².

Sigtúnsreitur