Sjötíu ára siður

Sjötíu ára siður

Norðmenn hafa gefið Íslendingum jólatré á hverju ári síðan 1951, eða í sjötíu ár. Oslóartréð eins og það er alltaf kallað, á mikilvægan sess í jólaundirbúningi borgarbúa. Kveikt var á trénu í gær, eins og alltaf, á fyrsta sunnudegi í aðventu. En síðustu tvö ár hefur lítið farið fyrir húllumhæi þegar tréð hefur verið tendrað, vegna samkomutakmarkanna vegna Covid. Síðustu ár hefur tréð ekki komið frá Noregi eins og var fyrstu 65 árin, nú er það höggvið í skógræktinni í Heiðmörk, rétt fyrir utan höfuðborgina. Í búsáhaldarbyltingunni árið 2009 var kveikt í trénu, en það hafði enga pólitíska eftirmála. Enda órjúfanlegur vinskapur milli þessara bræðraþjóða.

Oslóartréð úr Heiðmörk á Austurvelli. Hótel Borg til vinstri á miðri mynd, byggt árið 1930. Lengst til vinstri glittir í Alþingishúsið og lengst til hægri er sést örlítið í Dómkirkjuna í Reykjavík.

Reykjavík  29/11/2021 10:13 – A7R III : FE 1.4/24mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson