BjornRur_059_BjornRur_Skaftartungur_5901.MNOfan byggðar í Skaftártungu eru víðáttumikil heiðalönd með fjölbreyttu landslagi þar sem skiptast á dalir og mosagróin fjöll, og vatnsmiklar ár falla um gljúfur og gil eða liðast á sléttum. Hér lágu leiðir til forna og byggð teygði sig mun lengra inn á hálendið. Í ferðinni verður Tungufljóti fylgt frá Flögulóni að Bláfjalli en þaðan gengið að Syðri Ófæru og loks að Skaftá við Hólaskjól.