Skjálfta og friðartími

Skjálfta og friðartími

Það var rólegt um miðnætti við Tjörnina i Reykjavík, engin á ferli. Ekki var að sama skapi rólegt á Reykjanesskaganum, suðvestan Reykjavíkur. Í gær, jóladag mældust rúmlega þrjú þúsund jarðskjálftar við Fagradalsfjall, á svipuðum stað og þar sem gos byrjaði þann 19 mars. Því gosi lauk formlega nú í byrjun desember. Margir af jarðskjálftanum fundust vel á höfuðborgarsvæðinu. Jarðfræðingar telja að þessi skjálftahrina í og við Fagradalsfjall sé undanfari eldgos á svæðinu. Hvenær byrjar að gjósa; það gæti byrjað í dag, á morgun eða eftir mánuð. Engin veit með vissu. 

Fremst á myndinni er brúin yfir Tjörnina, á Skothúsvegi, en Tjörninni var í raun skipt í tvennt þegar brúin var byggð fyrir 101 ári, árið 1920. Fyrir aftan brúnna má sjá friðarsúlu Yoko Ono, staðsett í Viðey, norðan Reykjavíkur, lýsa upp í himininn.

 

Reykjavík 26/12/2021  00:12 – A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson